

Sjúkraþjálfari Stykkishólmi
Laust er til umsóknar 100% starf sjúkraþjálfara í dagvinnu hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE Stykkishólmi. Starfshlutfall er umsemjanlegt.
Á HVE Stykkishólmi er starfrækt Háls- og bakdeild, dagdeild fyrir fólk með einkenni frá hálsi og/eða baki og þjónar hún öllum landsmönnum. Einnig sinna sjúkraþjálfarar sjúklingum á sjúkradeild, íbúum hjúkrunarheimilisins Systraskjóls og göngudeild eftir þörfum.
Starfið á Háls- og bakdeild er teymisvinna sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðings og læknis, og gengur út á sérhæfða einstaklingsmiðaða meðferð sem stendur að jafnaði í 10 daga. Meðferð og meðferðarleiðir eru í sífelldri þróun og eru ýmsir möguleikar í nýsköpun.
Fjölbreytt verkefni koma til á hinum deildunum en spítalinn sinnir fólki af öllu Snæfellsnesi og inn í Dali. Á göngudeild kemur fjölbreyttur hópur fólks af svæðinu
- Íslenskt starfsleyfi sjúkraþjálfara.
- Áhugi á stoðkerfis- og verkjameðferð.
- Áhugi á að kynnast og vinna eftir þeirri hugmyndafræði sem ástunduð er á Háls- og bakdeild.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, nákvæmni, samskiptafærni og þjónustulund.
- Íslenskukunnátta (B2) æskileg

