
Pósturinn
Pósturinn er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dreifingalausnum en dreifikerfi Póstsins nær um allt land og allan heim. Höfuðstöðvar Póstsins eru í Reykjavík en fyrirtækið starfrækir starfsstöðvar víðsvegar um landið til að þjónusta Íslendinga sem allra best.
Við hjá Póstinum erum lausnamiðað keppnisfólk og tökum fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum hvað varðar öflugar og hraðar dreifingalausnir sem standast kröfur viðskiptavinarins.
Hjá okkur er lagt mikið uppúr liðsheild, þjálfun mannauðs og góðum starfsanda.

Sjálfbærnistjóri
Pósturinn leitar að öflugum aðila í starf sjálfbærnistjóra. Sjálfbærnistjóri leiðir sjálfbærnivegferð Póstsins með því að skipuleggja og fylgja eftir fjölbreyttum sjálfbærniverkefnum í samræmi við aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu. Sjálfbærnistjóri hefur umsjón með sjálfbærniuppgjöri og sjálfbærniskýrslu og sér um að fræða, virkja og auka vitund starfsmanna um sjálfbærni.
Sjálfbærnistjóri starfar þvert á deildir og er lykilaðili í að styðja við langtímamarkmið Póstsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á innleiðingu aðgerðaráætlunar vegna umhverfis – og loftslagsstefnu
- Umsjón með sjálfbærniuppgjöri og skýrslugjöf, grænum skrefum og heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna
- Fylgjast með lagaumhverfi, stöðlum og kröfum á sviði sjálfbærni
- Eftirlit og eftirfylgni á innkaupamálum, með græn innkaup að leiðarljósi ásamt birgjamati
- Setur mælanleg markmið, aðgerðaáætlanir og árangursmælikvarða í sjálfbærnimálum
- Tengiliður við hagsmunaaðila, samstarfsaðila og yfirvöld í sjálfbærnimálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sjálfbærni verkefnum (ESG)
- Þekking á lögum, stöðlum og rammasamningum á sviði sjálfbærni (t.d. loftslagsmál, skýrslugerð)
- Greiningarhæfni og reynsla af gagnaúrvinnslu og skýrslugerð
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (2)

