Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í stöðugleikamælingum

Coripharma leitar að einstaklingi sem hefur gaman af vinnu á rannsóknarstofu. Viðkomandi þarf að hafa getu til að vinna sjálfstætt og haga vinnu sinni í samræmi við tímalínur. Stöðugleikadeild er hluti af Þróunarsviði Coripharma og sér um mælingar á stöðugleika lyfja í þróun og á markaði.

Aðalstarf sérfræðings í stöðugleikamælingum eru mælingar á lyfjum, undirbúningur sýna og uppsetning mælinga, mat á stöðugleika lyfja í þróun og á markaði, viðhald og umsjón tækjabúnaðar á rannsóknarstofum ásamt margvíslegum og fjölbreyttum verkefnum tengdum gæðakerfi og skjölun gagna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur sýna og framkvæmd mælinga
  • Skráning á niðurstöðum og skjölun á rannsóknarskrám
  • Utanumhald og yfirsýn með stöðu verkefna á þróunarstigi og á markaði
  • Önnur almenn störf á rannsóknarstofum


Menntunar- og hæfniskröfur

  • B.Sc. lyfjafræði, efnafræði, lífefnafræði (B.Sc. í raunvísindum) eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er kostur
  • Þekking á HPLC mælingum er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvu, íslensku- og enskukunnátta


Fríðindi

  • Mötuneyti
  • Sveigjanlegur vinnutími

Hjá Coripharma starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn, í dag starfa um 220 einstaklingar hjá fyrirtækinu. Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki.

Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 26 lyfjum og er með 21 ný lyf í þróun. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Auglýsing birt18. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LyfjafræðingurPathCreated with Sketch.Rannsóknir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar