Grófargil ehf.
Grófargil ehf.
Grófargil ehf.

Sérfræðingur í launum

Við leitum að reyndum launafulltrúa til starfa hjá Grófargili ehf bæði á Akureyri og Reykjavík.

Grófargil er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefnum fyrir fjármála- og birgðasvið fyrirtækja. Á skrifstofum þess á Akureyri og í Reykjavík er starfsfólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á þeim sviðum.

Um er að ræða krefjandi starf launafulltrúa fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina okkar.

Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Við bjóðum:

  • Áhugavert og fjölbreytt starf
  • Gott starfsumhverfi og sterka liðsheild
  • Tækifæri til að þróast í starfi
  • Sveigjanlegan vinnutíma
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Útreikningur launa
  • Afgreiðsla launatengdra gjalda
  • Skráningar í launakerfi og utanumhald starfsmannaupplýsinga
  • Samskipti við stofnanir s.s. skattayfirvöld og lífeyrissjóði
  • Almennur stuðningur við mannauðsdeildir viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af launavinnslu er skilyrði
  • Þekking á kjarasamningum æskileg
  • Góð kunnátta í launakerfum t.d. Kjarna, DK, eða öðrum
  • Nákvæmni, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími

  • Þjálfun og endurmenntun
Auglýsing birt9. október 2025
Umsóknarfrestur25. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skúlagata 21, 101 Reykjavík
Glerárgata 36, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar