Akraborg ehf.
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.
Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.
Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.
Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008.
Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.
Sérfræðingur í Gæðatryggingu
Sérfræðingur í Gæðatryggingu
Akraborg er leiðandi í framleiðslu á hágæða matvælum og gæludýraafurðum sem leitar eftir hæfum og nákvæmum einstakling í starf sérfræðings í gæðatryggingu. Þú verður hluti af öflugu gæða- og vöruþróunarteymi og gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja gæði og samræmi við vottanir og staðla.
Helstu verkefni:
- Sjá um daglegan rekstur, viðhald og stöðugar umbætur á gæðastjórnunarkerfi (QMS) og tryggja samræmi við staðla og reglur fyrir framleiðendur á matvælum.
- Sér um viðhald og útgáfu ferla og annarra skjala gæðahandbókar.
- Skipuleggja og framkvæma innri/ytri úttektir og skoðanir til að meta hvort farið sé að gæðastöðlum, reglugerðarkröfum og stefnu fyrirtækisins.
- Hefur forgöngu um úrlausn gæðavandamála og frávika og vinnur að úrbótum. Stýrir og kemur með tillögur að úrbótum á sviði gæðamála.
- Kemur að hönnun, innleiðingu og þjálfun á nýju gæðaskráningarkerfi.
- Vera í samstarfi þvert á teymi til að knýja fram stöðugar umbætur.
- Sinnir fræðslu til starfsmanna á sviði gæða- og öryggismála.
- Koma að þróun, innleiðingu og uppsetningu rannsóknarstofu fyrir efna- og örverumælingar.
- Koma að rannsókn, þróun og innleiðingu á nýjum vörum og vinnsluferlum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun er nýtist í starfi (t.d. matvælafræði, sjávarútvegsfræði, lífefnafræði).
- Þekking og reynsla af gæðamálum (HACCP, Codex, GMP).
- Þekking á EU og FDA reglugerðum og GFSI stöðlum er kostur.
- Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingaferli og þróun í gæðamálum.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð
- Hæfni og reynsla af framsetningu efnis og miðlun þess
- Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)