Akraborg ehf.
Akraborg ehf.
Akraborg ehf.

Sérfræðingur í Gæðatryggingu

Sérfræðingur í Gæðatryggingu

Akraborg er leiðandi í framleiðslu á hágæða matvælum og gæludýraafurðum sem leitar eftir hæfum og nákvæmum einstakling í starf sérfræðings í gæðatryggingu. Þú verður hluti af öflugu gæða- og vöruþróunarteymi og gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja gæði og samræmi við vottanir og staðla.

Helstu verkefni:

  • Sjá um daglegan rekstur, viðhald og stöðugar umbætur á gæðastjórnunarkerfi (QMS) og tryggja samræmi við staðla og reglur fyrir framleiðendur á matvælum.
  • Sér um viðhald og útgáfu ferla og annarra skjala gæðahandbókar.
  • Skipuleggja og framkvæma innri/ytri úttektir og skoðanir til að meta hvort farið sé að gæðastöðlum, reglugerðarkröfum og stefnu fyrirtækisins.
  • Hefur forgöngu um úrlausn gæðavandamála og frávika og vinnur að úrbótum. Stýrir og kemur með tillögur að úrbótum á sviði gæðamála.
  • Kemur að hönnun, innleiðingu og þjálfun á nýju gæðaskráningarkerfi.
  • Vera í samstarfi þvert á teymi til að knýja fram stöðugar umbætur.
  • Sinnir fræðslu til starfsmanna á sviði gæða- og öryggismála.
  • Koma að þróun, innleiðingu og uppsetningu rannsóknarstofu fyrir efna- og örverumælingar.
  • Koma að rannsókn, þróun og innleiðingu á nýjum vörum og vinnsluferlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun er nýtist í starfi (t.d. matvælafræði, sjávarútvegsfræði, lífefnafræði).
  • Þekking og reynsla af gæðamálum (HACCP, Codex, GMP).
  • Þekking á EU og FDA reglugerðum og GFSI stöðlum er kostur.
  • Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingaferli og þróun í gæðamálum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Hæfni og reynsla af framsetningu efnis og miðlun þess
  • Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt20. desember 2024
Umsóknarfrestur10. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar