
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Sérfræðingur á sviði vatnalífríkis
Er vatnalífríki þitt fag?
Við hjá Landsvirkjun leitum að sérfræðingi í vatnalíffræði til starfa á sviði Samfélags og umhverfis. Verkefni sviðsins eru fjölbreytt en það leiðir starf fyrirtækisins í samfélags- og umhverfismálum ásamt því að vinna með öðrum sviðum að ábyrgri nýtingu auðlinda og að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
Vinnuumhverfið er líflegt og hvetjandi og veitir tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á náttúru og samfélag.
Starfsstöð er í Reykjavík.
Helstu verkefni:
- Fagleg ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd vistfræðirannsókna og vöktun áhrifa á lífríki í vatni.
- Samantekt upplýsinga og miðlun verkefna og árangurs.
- Ráðgjöf innan fyrirtækisins í vatnalífríkismálum og stjórnsýslu vatnamála.
- Þróun verkefna er snúa að málaflokknum.
- Samskipti við hagaðila og leyfisveitendur.
Hæfni og reynsla:
- Meistaragráða í lífríki ferskvatns.
- Þekking á starfsemi veiðifélaga og veiðinýtingu í ám og vötnum er kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Þekking á stjórnsýslu vatnamála er kostur.
Hljómar þetta spennandi? Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú segir okkur frá reynslu þinni og hvað kveikir áhuga þinn á starfinu.
Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar

