

Sviðsstjóri hreindýrarannsókna
Náttúrustofa Austurlands óskar eftir að ráða sviðsstjóra hreindýrarannsókna. Starfið felur í sér vöktun og rannsóknir á hreindýrum og samstarf við hagaðila með hreindýraveiðum. s.s. veiðimenn, leiðsögumenn með hreindýraveiðum og Náttúruverndarstofnun. Í starfinu felast spennandi tækifæri til þróa rannsóknir og vöktun á hreindýrum í samstarfi við sérfræðinga hérlendis og erlendis.
Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN. Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert er ráð fyrir að um framtíðastarf sé að ræða. Búseta á Austurlandi er skilyrði.
Að hanna og stýra vöktun og rannsóknum á hreindýrum. Starfið innifelur vinnu á vettvangi, s.s. talningar úr lofti, af landi og með dróna, úrvinnslu gagna s.s. talningar dýra af myndum, áætlanir um stofnstærð og gerð tillögu að veiðikvóta, skýrsluskrif, ráðgjöf og fræðsla um hreindýr til sérfræðinga og almennings. Samtarf við hagaðila er mikilvægur þáttur starfsins. Jafnframt er gert ráð fyrir að viðkomandi takið þátt í rannsóknum og úrvinnslu í öðrum og fjölbreyttum verkefnum sem Náttúrustofan sinnir.
Framhaldspróf í líffræði eða skyldum greinum sem nýtist í starfi
Þekking eða áhugi á stofnvistfræði og veiðistjórnun
Góð íslensku og ensku kunnátta í ræðu og riti
Færni í greiningu og framsetningu gagna, t.d. í landupplýsingakerfum, R eða sambærilegum forritum
Reynsla af vettvangsvinnu og geta til þátttöku í lengri vettvangsferðum fjarri heimili
Lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og ríkur vilji til samstarfs innan og utan stofnunar og vilji til að ganga í ólík störf
Ökupróf
Þekking á ljósmyndun, ljósmyndabúnaði og myndvinnslu
Íslenska
Enska
