
Aðstoðarstöðvarstjóri - Seiðastöð
Við leitum að aðstoðarstöðvarstjóra í seiðastöð á Núpum í Ölfusi til að styðja við daglegan rekstur, framleiðslu og teymisvinnu. Starfið hentar einstaklingi sem er skipulagður, lausnamiðaður og hefur sterka reynslu úr fiskeldi.
Helstu verkefni
-
Aðstoð við daglega stjórnun seiðastöðvar og framleiðslu
-
Skipulagning og eftirfylgni á seiðaplönum (framleiðsluáætlanir, flæði og tímasetningar)
-
Eftirlit með verklagi, gæðum og skráningum
-
Skipulag vaktaplana og eftirfylgni verkefna
-
Samskipti við þjónustuaðila og aðstoð við birgða-/tækjamál
-
Stuðningur við öryggis- og hreinlætisferla
Vaktir
-
Starfið getur falið í sér bakvakt á virkum dögum og helgarvaktir, að jafnaði eina viku í mánuði
Menntunarkröfur
-
Fiskeldisfræðingur, líffræðingur eða sambærilegt nám
Hæfniskröfur
-
Reynsla í fiskeldi (skilyrði)
-
Góð skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Tölvukunnátta og nákvæmni í skráningum
-
Góð samskiptahæfni og liðsheildarhugsun
-
Ábyrgð og vinnusemi
Við bjóðum
-
Fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf
-
Góðan starfsanda og sterkt teymi
-
Matur í vinnunni og gott kaffi
Íslenska
Enska

