Píeta Samtökin
Píeta Samtökin

Sálfræðingur Akureyri

Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í 20-40% starf á Akureyri. Hjá Píeta samtökunum starfar þverfaglegt teymi sálfræðinga, félagsráðgjafa, læknir og iðjuþjálfi. Teymið situr vikulega handleiðslufundi og vinnur þétt saman.

Píeta samtökin veita gagnreynda meðferð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri með sjálfsvígshugsanir og/eða sjálfsskaða. Samtökin bjóða einnig upp á stuðning fyrir aðstandendur í formi viðtala og hópa. Þá sinna þau einnig forvörnum og fræðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Áhættumat í ljósi sjálfsvígshættu og/eða sjálfsskaða

· Mat á geðrænum vanda

· Einstaklingsmeðferð

· Ráðgjöf, kynningar og fræðsla

· Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

· Þátttaka í þróunarstarfi Píeta

Menntunar- og hæfniskröfur

· Löggild starfsréttindi sálfræðings

· Þekking og reynsla af meðferðarvinnu

· Þekking eða áhugi á Díalektískri atferlismeðferð (DAM) er kostur

· Hæfni í mannlegum samskiptum, hæfni í að vinna sjálfstætt og í teymi

· Hæfni í að halda kynningar og námskeið

· Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti

· Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri Píeta [email protected] eða Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta [email protected], eða í síma 552-2218

Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Aðalstræti 14, 600 Akureyri
Baldursgata 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sálfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar