Söngskólinn í Reykjavík
Söngskólinn í Reykjavík

Ritari við Söngskólann í Reykjavík

Söngskólinn í Reykjavík leitar að ritara til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu skólans.

Um er að ræða 50% starfshlutfall og viðveru á skrifstofu kl. 13:00-17:00 á virkum dögum. Söngskólinn í Reykjavík er lifandi vinnustaður með ástríðufullu starfsfólki og nemendum.

Starfið býður upp á lengri frí en tíðkast í almennum skrifstofustörfum um sumar, jól og páska, og einnig haust- og vetrarfrí á sama tíma og í grunnskólum Reykjavíkur.

Umsóknarferli:

Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf 1. nóvember 2024.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og meðmælabréf frá fyrrverandi vinnuveitanda.

Umsóknarfrestur er til 21.10.2024

Umsækjendur sem koma helst til greina koma í starfið verða boðaðir í viðtal hjá skólastjóra.

Aðrar upplýsingar:

Launakjör taka mið af kjarasamningum og launakönnun VR.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka á skrifstofu og símsvörun 

Aðstoð við nemendur, foreldra og kennara 

Gjaldkerastörf s.s. greiðsla reikninga, innheimta skólagjalda og kennslukostnaðar 

Pöntun á rekstrarvörum fyrir skólann og innkaup fyrir skrifstofu 

Vinna í skráningarkerfi skólans, SpeedAdmin 

Bókhald   

Vinna við innritun nemenda 

Umsjón á kaffistofu kennara 

Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð íslenskukunnátta  

Samskiptahæfileikar bæði gagnvart börnum og fullorðnum 

Kurteisi, sveigjanleiki, jákvætt hugarfar, þolinmæði og þjónustulund 

Nákvæm vinnubrögð, samviskusemi og vinnusemi 

Góð almenn menntun 

Góð tölvukunnátta og hæfileikar til að tileinka sér nýja hluti 

Þekking og/eða reynsla af bókhaldi 

Kostur er að hafa áhuga á tónlist og tónlistarmenntun 

Fríðindi í starfi

Starfið býður upp á lengri frí en tíðkast í almennum skrifstofustörfum um sumar, jól og páska, og einnig haust- og vetrarfrí á sama tíma og í grunnskólum Reykjavíkur. 

Auglýsing birt3. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Laufásvegur 49-51 49R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar