
Rekstrarstjóri á mennta- og lýðheilsusviði
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf rekstrarstjóra á mennta- og lýðheilsusviði. Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í lifandi og framsæknu starfsumhverfi við að skapa bestu mögulegu skilyrði fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði. Rekstrarstjóri heyrir undir sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sviðsstjóra og stjórnendur.
- Eftirfylgni með rekstri, frávikagreiningar og umbætur.
- Rekstrarráðgjöf til stjórnenda sviðsins og stuðningur við ákvarðanatöku.
- Vinna að hagkvæmni og samlegð á rekstri starfsstöðva í samstarfi við stjórnendur.
- Úrvinnsla og framsetning tölfræðilegra gagna um árangur og líðan barna í skóla- og frístundastarfi.
- Samskipti og samstarf við hagdeild og mannauðs- og launadeild.
- Þátttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og nýrra stafrænna verkfæra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Grunn- og meistarapróf s.s. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða tölfræði.
- Reynsla af fjárhagsáætlanagerð, rekstrareftirliti og greiningarvinnu.
- Framúrskarandi kunnátta í Excel og tengdum greiningarforritum.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Afburðagóð samskipta- og samstarfshæfni.
- Rík þjónustulund, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Geta til að tileinka og miðla nýjungum á sviði stafrænnar þjónustu.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.hafnarfjordur.is
og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Nánari upplýsingar veita Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í s: 511 1225.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

