IKEA
IKEA
IKEA

Rafvirki

Laust er til umsóknar starf rafvirkja við útstillingadeild IKEA. Rafvirki sinnir fjölbreyttum verkefnum í fyrirtækinu, tengd útstillingum í verslun og öðru tilfallandi. Um fullt starf er að ræða þar sem unnið er virka daga kl. 8-16.
Innan útstillingadeildar starfar fjölbreyttur, lifandi og skemmtilegur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á sviði hönnunar ásamt teymi iðnaðarmanna.

Hæfniskröfur
  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Nákvæmni og vandvirkni
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Stundvísi
  • Frumkvæði og ábyrgð
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salatbar. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
 
Auglýsing stofnuð16. apríl 2024
UmsóknarfresturEnginn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Rafvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar