Onnio
Onnio
Onnio

Ráðgjafi

Onnio er þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki á smásölu- og heildsölumarkaði. Við bjóðum upp á heildstætt vöruframboð og vinnum með mörgum af öflugustu samstarfsaðilum sem völ er á. Við þjónustum viðskiptavini af öllum stærðum og gerðum, allt frá kaupmanninum á horninu upp í stærstu fyrirtæki á smásölumarkaði hér á landi.

Bakbeinið í okkar þjónustu snýr að sérþekkingu á LS Central og Business Central. Við leitum því að reyndum ráðgjafa með haldbæra þekkingu á viðskiptakerfum, sterkan tæknilegan grunn og góða þjónustu- og samskiptafærni.

Auk þess að sinna þjónustu við fjölbreytt verslunarfyrirtæki, þá sinnir Onnio þjónustu við fjölda apóteka og er það því mikill kostur að hafa þekkingu og/eða reynslu úr þeim rekstri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Klæðskerasniðin þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
  • Greiningar, hönnun og þróun viðskiptaferla og kerfislegar útfærslur á þeim
  • Innleiðingar á viðskipta- og retail kerfum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina
  • Þróun á nýjum lausnum í þéttu samstarfi við viðskiptavini

Hæfnikröfur

  • Haldbær reynsla af fjárhags- og viðskiptakerfum (ERP), bein þekking á Business Central og/eða LS Central er kostur
  • Færni til að veita framúrskarandi þjónustu og mæta viðskiptavinum með lausnamiðuðu viðhorfi
  • Reynsla af því að vinna innan smásölu-, apóteka- eða heildsölugeirans er kostur

Onnio hefur vaxið hratt á síðustu árum og þjónustar mörg sterkustu smásölufélög á Íslandi. Við setjum markið hátt og veitum þjónustu sem eftir er tekið.

Ef hlutverk hjá okkur vekur áhuga þinn viljum við gjarnan heyra frá þér.

Nánari upplýsingar veita:

Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]

Daði Snær Skúlason, framkvæmdastjóri, [email protected]



Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 11, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar