Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Ráðgjafar á nýtt meðferðarheimili í Skálatúni

Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausar til umsóknar fimm stöður ráðgjafa á nýju meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ. Störfin eru vegna aukinna umsvifa hjá stofnuninni. Um er að ræða 100% stöður í vaktavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umönnun og gæsla skjólstæðinga.
  • Einstaklingsbundinn stuðningur við skjólstæðinga í samvinnu við deildarstjóra, verkefnastjóra og sálfræðinga.
  • Meðferðarvinna og vinna að tómstundastarfi með skjólstæðingum.
  • Samskipti við foreldra og samstarfsaðila.
  • Vinna eftir verklagsreglum meðferðarheimilisins.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi, t.d. við öryggisgæslu, meðferðar-, tómstunda- eða íþróttastarf.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum.
  • Gott líkamlegt atgervi og andlegt heilbrigði.
  • Gild ökuréttindi.
  • Hreint sakavottorð.
  • Einnig er lögð áhersla á persónulega eiginleika, svo sem sveigjanleika, jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og áhuga á að starfa með ungmennum.
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
Auglýsing birt21. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skálatún, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar