Óska eftir leikskólakennara/starfsmann á deild
Við óskum efir að ráða starfsfólk á Waldorfleikskólann Sólstafi á elstu og yngstu deildum. Ertu knúsari, fyrirmynd og afar brosmildur einstaklingur? Ertu í þokkabóty stundvís, hraust, heiðarlegur og handlanginn? Þá ertu rétta manneskja til að starfa á Waldorfleikskólanum Sólstöfum með yngstu börnum okkar. Unnið er eftir stefnu Ruldolfs Steiner með áherslu á hollan mat, útiveru og einstaklingsmiðað uppeldi.
í yngsta hópnum eru 16 börn á aldrinum eins og hálfs árs til tveggja og hálfs árs. Vinnutíminn er frá 9.00 - 16.42. Leikskólinn er glærnýr og sérstaklega fallega innréttaður. Það er pláss fyrir 75 börn á leikskólanum og rekum við samhliða grunnskóla með 100 börnum.
Menntun eða reynsla af starfi með börnum kostur. Mikill kostur að hafa bakgrunn í Waldorfuppeldisfræði eða mikinn áhuga.
Laun eftir kjarasamningum, frítt lifrænt grænmetisfæði, lokað á milli jóla og nýars, möguleiki að vinna sér inn 6 aukafrídaga, reglulega endurmenntun af Waldorfuppeldisfræði, góður afsláttur fyrir starfsmannabörn, staðsetning í miðri Reykjavikurborg