Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Öryggisverðir í hafnarþjónustu

Öryggismiðstöðin leitar eftir einstaklingum í öryggisgæslu á höfninni á höfuðborgarsvæðinu. Starfið felur í sér að tryggja öryggi og eftirlit á svæðinu ásamt því að sinna daglegum verkefnum á höfninni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í maí og sé tilbúin/n í hlutastarf með möguleika á fullu starfi.


Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða starf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.


Við leitum að einstaklingum til starfa sem geta unnið sjálfstætt en einnig í liði, hafa ástríðu fyrir öryggi og velferð annarra, eru jákvæðir og geta tekið ákvarðanir skjótt og vel.

Main tasks and responsibilities
  • Hafnargæsla við skemmtiferðarskip
  • Landamæraeftirlit við höfnina, tryggja öryggi innan svæðis
  • Skanna verðmæti og tryggja öryggi og flutning á þeim
  • Afhending á vörum milli svæða
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Almenn öryggisgæsla og önnur skyld störf á vegum fyrirtækisins
  • Almenn ábyrgð á öllum búnaði sem öryggivörður hefur til umráða hverju sinni
  • Önnur tilfallandi verkefni
Educational and skill requirements
  • Rík þjónustulund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Íslensku- og enskukunnátta
  • Gild ökuréttindi
  • Lágmarksaldur 20 ár
Auglýsing stofnuð26. mars 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar