
N1
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið.
Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

N1 Borgarnesi - Grillari
Kanntu að grilla?
Við leitum að þjónustufúsum aðila sem er lipur í mannlegum samskiptum og kann þá list að steikja góða hamborgara. Um er að ræða framtíðarstarf.
Unnið er á vöktum.
Þjónustustöðin okkar er líflegur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Snyrtimennska
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð samskiptafærni og þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að Velferðarþjónustu N1
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
- Styrkur til heilsueflingar
Nánari upplýsingar veitir Magnús Fjeldsted í síma 440 1333 eða [email protected]
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Brúartorg 1, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfSamviskusemiStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

BlikBistro leitar af kokkum
Blik Bistró

Matreiðslumaður/Matartæknir - Chef Agent
NEWREST ICELAND ehf.

Leikskólinn Langholt - mötuneyti
Skólamatur

Af hverju ekki að prófa að vinna á líflegum og skemmtilegum veitingastað í sumar
Golfklúbburinn Keilir

Matreiðslumaður | Chef
Black Sand Hotel

Rekstrarstjóri / General Manager
AR Veitingar ehf.

Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti 75% starf - tímabundin ráðning
Skólamötuneyti á Egilsstöðum

Aðstoð í eldhúsi hjá LSR (50% starf)
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/assistant
Sæta Svínið

Matreiðslumaður/Chef LiBRARY bisto/bar - Keflavík
LiBRARY bistro/bar

Matartæknir í eldhús Sunnuhlíðar
Sunnuhlíð

Gæðafulltrúi
Matarstund