

Gæðafulltrúi
Matarstund leitar að nákvæmum og ábyrgum einstaklingi til fjölbreytts og mikilvægs starfs innan eldhúss sem sinnir skólamáltíðum.
Starfið felur í sér lykilhlutverk í að tryggja öryggi, gæði og rétta meðhöndlun matar, með sérstakri áherslu á sérfæði, ofnæmisfæði og nákvæma skráningu upplýsinga.
Viðkomandi sinnir utanumhaldi og skráningu sérfæðis- og ofnæmisupplýsinga barna, móttöku og yfirferð pantana ásamt almennri skráningar- og nákvæmnisvinnu sem tengist rekstri eldhússins. Starfið krefst góðrar yfirsýnar, skipulags og ábyrgðartilfinningar þar sem réttar upplýsingar og ferlar skipta sköpum.
Starfið felur jafnframt í sér virka þátttöku í gæðastarfi eldhússins. Um er að ræða dagleg samskipti og samvinnu við gæðastjóra um eftirfylgni, úrbætur og þróun gæðakerfis, auk náinnar samvinnu við eldhússtarfsfólk til að tryggja rétta framkvæmd, aðgreiningu og merkingar matar
- Umsjón með skráningum tengdum rekstri eldhússins, m.a. sérfæði, ofnæmi og matseðli
- Tryggja réttar, uppfærðar og áreiðanlegar upplýsingar
- Samhæfing milli skráninga, gæðakerfa og daglegrar framkvæmdar
- Þátttaka í gæðastarfi, eftirfylgni verklagsreglna og úrbótum
- Samvinna við gæðastjóra, eldhússtarfsfólk og aðra hagsmunaaðila
-
Menntun sem nýtist í starfi, svo sem nám á sviði gæða- og ferlastjórnunar, næringarfræði, matvælafræða, heilbrigðisgreina eða sambærilegs náms
-
Önnur menntun eða reynsla sem felur í sér mikla nákvæmnis- og skráningarvinnu getur einnig komið til greina
-
Reynsla af skráningum og gæðavinnu er kostur
-
Góð skipulagshæfni og nákvæmni
-
Góð samskipta- og samstarfshæfni
-
Góð stafræn hæfni
Íslenska










