
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Meiraprófsbílstjóri - Akureyri
Eimskip á Akureyri leitar að þjónustuliprum og ábyrgum meiraprófsbílstjóra með aukin ökuréttindi.
Um er að ræða framtíðarstarf, þar sem unnið er á vöktum frá kl. 08:00–16:00 aðra vikuna og 16:00–00:00 hina vikuna.
Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að skila góðum árangri, vinnur vel í teymi og byggir traust í samskiptum – í takt við gildi Eimskips: árangur, samstarf og traust.
Hjá Eimskip á Akureyri er nýlegur floti flutningabíla sem er vel viðhaldið og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Mikil áhersla er á þjálfun og öryggismál hjá Eimskip.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Akstur flutningabíla, lestun og losun
- Samskipti við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meirapróf (CE) er skilyrði
- Lyftarapróf er kostur
- ADR réttindi er kostur
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta nauðsynleg
- Geta til að vinna undir álagi
- Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki sem inniheldur samgöngustyrk og styrki fyrir líkamsrækt, sálfræðiþjónustu og fleira.
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur16. október 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Eimskip Oddeyrarskála, Strandgötu
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiÚtkeyrslaVöruflutningarÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Lagerstarfsmaður með meiraprófið
Sölufélag garðyrkjumanna ehf.

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Meiraprófsbílstjóri á sendibíl
JóJó ehf.

Ísafjörður - Umsjónarmaður Skeljungs
Skeljungur ehf

Kjörís óskar eftir öflugum sölumanni í útkeyrslu
Kjörís ehf

Vöruhús Vatnsvirkjans ehf.
Vatnsvirkinn ehf

Gámabílstjóri með meirapróf / Container truck driver (C&CE)
Torcargo

Sendibílstjóri
Bifreiðastöð ÞÞÞ

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Helgarbílstjóri óskast / Weekend Delivery Driver Wanted
Brauð & co.

Lestunarmaður óskast í Reykjavík
Vörumiðlun ehf

Meiraprófsbílstjóri óskast í Borgarnesi
Vörumiðlun ehf