Rjúpnahæð
Rjúpnahæð
Rjúpnahæð

Matráður í leikskólanum Rjúpnahæð

Leikskólinn Rjúpnahæð er sex deilda leikskóli í Salahverfinu. Við erum í stöðugri þróun og leggjum áherslu á krefjandi og skemmtilegt starf með börnunum.

Hugmyndafræði leikskólans byggir á hugsmíðahyggju og meginmarkmið okkar er sjálfræði með lýðræði að leiðarljósi. Við vinnum með hugtök sem snúa meðal annars að lýðræði, gleði, virðingu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði o.fl.

Við óskum eftir metnaðarfullum og drífandi matráði sem hefur áhuga á að skapa bragðgóðan og næringarríkan mat handa mikilvægustu þegnum landsins - börnunum okkar.

Við leggjum mikla áherslu á að allur matur sé búinn til frá grunni á staðnum og nýbakað heimagert brauð.

Við bjóðum upp á skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi, stuðning í starfi, góðan og fjölskylduvænan vinnutíma og eitt besta samstarfsfólk sem völ er á.

Heimasíðan okkar er: http://rjupnahaed.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framleiðir holla og næringarríka fæðu fyrir börnin
  • Framleiðir mat fyrir börn með fæðuofnæmi/óþol
  • Gerð matseðla og innkaup
  • Vinnur samkvæmt því skipulagi sem leikskólastjóri ákveður
  • Hefur yfirumsjón með störfum aðstoðarmatráðs
  • Mikilvægt er að eiga gott samstarf við börn og aðra starfsmenn leikskólans
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús, þvottahús sem og kaffistofu sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Matreiðslumaður. Ef ekki fæst matreiðslumaður verður ráðinn matráður eða starfsmaður með sambærilega menntun
  • Ábyrgur, stundvís, sveigjanlegur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti
  • Góð íslenskukunnátta
  • Þekking á framreiðslu og bakstri
  • Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu matvæla
  • Þekking á matargerð fyrir börn með bráðaofnæmi og óþol
Fríðindi í starfi
  • Frítt í sund í sundlaugum Kópavogsbæjar
  • Vinnustytting
  • Frí í vetrarfríum, dymbilviku og milli jóla- og nýárs
Auglýsing birt30. ágúst 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Rjúpnasalir 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar