Útilíf
Útilíf
Útilíf

Markaðsfulltrúi

Útilíf leitar að skapandi og drífandi markaðsfulltrúa sem hefur brennandi áhuga á útivist, hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.
Við viljum fá til liðs við okkur einstakling sem sýnir frumkvæði, hugsar í lausnum og getur breytt ferskum hugmyndum í áhrifaríkar og eftirtektarverðar markaðsaðgerðir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum.
  • Skipulagning og framkvæmd markaðsherferða, kynninga og viðburða.
  • Gerð og miðlun markaðsefnis fyrir vef, póstlista og verslanir.
  • Samstarf við birgja og vörumerki um markaðsefni og kynningar.
  • Virk þátttaka í þróun og markaðssetningu á Jarðsambandinu, vildarkerfi Útilífs.
  • Þátttaka í uppbyggingu á samfélagi í kringum Útilíf, bæði á samfélagsmiðlum og í tengslum við viðburði og íþróttafólk. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla á sviði markaðsmála.
  • Sterk hæfni í textasköpun og efnismiðlun.
  • Góð innsýn og/eða reynsla af samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram og TikTok.
  • Skilningur á áhrifavaldamarkaðssetningu og nýjustu straumum í stafrænum miðlum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð nálgun.
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni.
  • Áhugi á heilbrigðum lífsstíl.
  • Þekking á Figma er kostur.
Fríðindi í starfi

Við hjá Útilífi leggjum áherslu á heilbrigt jafnvægi milli vinnu og einkalífs, hvetjandi vinnuumhverfi og tengingu við lífsstílinn sem við störfum í kringum. Sem starfsmaður hjá Útilíf getur þú meðal annars notið eftirfarandi fríðinda:

  • Starfsmannaafsláttur í verslunum Útilífs og The North Face Hafnartorgi.
  • Aðgangur að skemmtilegum viðburðum, t.d. hlaupum og útivistartengdum áskorunum.
  • Sveigjanlegt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem þú hefur áhrif á verkefnin sem þú vinnur að.
  • Þjálfun og starfsþróun, með tækifærum til að vaxa og taka þátt í spennandi verkefnum innan fyrirtækisins.
Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar