Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

MANNAUÐSFULLTRÚI

Ert þú nákvæma talnatýpan sem elskar að vera í samskiptum við fólk?

Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskar eftir að ráða jákvæðan og skipulagðan aðila í 50% starf mannauðsfulltrúa.

Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðs

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn launavinnsla og yfirferð í Vinnustund
  • Gerð ráðningasamninga
  • Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. samningum
  • Umbætur og eftirlit með ferlum tengdum starfssviðinu
  • Ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur um málefni sem snúa að launakjörum
  • Launagreiningar
  • Önnur verkefni falin af framkvæmdastjóra mannauðs
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góða greiningarhæfni, nákvæmni og talnagleggni
  • Góða tölvukunnáttu og tæknilæsi. Góð kunnátta í excel er skilyrði.
  • Ríka skipulagshæfni og getu til að forgangsraða
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt lausnamiðað hugarfar
  • Frumkvæði, metnað, drifkraft og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mjög góða færni í íslensku og góða enskukunnáttu
  • Ökuleyfi, hreint sakavottorð og gott orðspor
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hvannavellir 14, 600 Akureyri
Auðbrekka 5, 640 Húsavík
Norðurlandsvegur 1, 540 Blönduós
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar