Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Lyflæknir/sjúkrahússlæknir við Lyflækningadeild HSU Selfoss

Laus er til umsóknar 80% - 100 % staða læknis á Lyflækningadeild HSU.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á að veita hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Lyflækningadeildin er 18 rúma og að auki eru þar fjögur líknarrými.

Við deildina starfa lyflæknar með sérfræðiviðurkenningu í krabbameinslækningum, hjartalækningum, lungnalækningum, öldrunarlækningum og meltingarfæralækningum.

Læknar lyflækningadeildar HSU taka þátt í þjálfun læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna í heimilislækningum og eiga í nánu samstarfi við bæði Bráðamóttöku HSU og Heimaspítala heilsugæslunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfinu fylgir bakvaktaskylda og þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þ. m. t. læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna í heimilislækningum.  

  • Læknar lyflækningadeildarinnar veita læknum bráðamóttöku HSU og heilsugæslulæknum á svæðinu ráðgjöf á sviði lyflækninga og eftir atvikum innan sinna sérgreinar. 

  • Samhliða umsjón með deildarstörfum er möguleiki á göngudeildarstarfsemi og rannsóknarstarfi.  

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt læknaleyfi 

  • Gerð er krafa um sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum eða sjúkrahússlækningum og æskilegt er ef umsækjandi hefur sérfræðiviðurkenningu í einhverri undirsérgrein lyflækninga þó að það sé ekki skilyrði 

  • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum 

  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð 

  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði 

Fríðindi í starfi

Frábært mötuneyti

Auglýsing stofnuð4. júlí 2024
Umsóknarfrestur15. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Árvegur 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar