Fjársýslan
Fjársýslan

Löggiltur endurskoðandi

Fjársýslan leggur áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini og til að mæta auknum kröfum auglýsir því eftir löggiltum endurskoðanda með yfirgripsmikla þekkingu, reynslu af samstæðuuppgjörum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum til starfa.

Fjársýsla ríkisins er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála og veitir stofnunin ríkisaðilum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf í umfangsmiklu reikningsskilaumhverfi ríkisins.

Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi og felur starfið í sér þátttöku í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila hjá ríkissjóði auk annarra umbóta- og þróunarverkefna fjármálasviðs. Starfið er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við faglegar áskoranir og taka þátt í að þróa reikningsskil ríkisins til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Þátttaka í innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS).
  • Vinna við gerð ríkisreiknings í samræmi við IPSAS.
  • Ráðgjöf til ríkisaðila varðandi bókhald, reikningsskil, áætlanagerð og afstemmingar.
  • Samræming reikningsskila og bókhalds ríkisaðila.
  • Mánaðar- og ársuppgjör ríkisaðila.
  • Umbóta- og þróunarverkefni.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í endurskoðun og reikningsskilum sem viðurkennd er af endurskoðendaráði samkvæmt lögum um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019.
  • Próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa samkvæmt reglugerð 595/2020.
  • Farsæl reynsla af samstæðuuppgjörum og uppgjörum stórra fyrirtækja samkvæmt IFRS.
  • Þekking á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum fyrir opinbera aðila er kostur.
  • Góð greiningarhæfni.
  • Góð þekking á Excel og upplýsingatækni.
  • Reynsla af nýtingu gervigreindar er kostur.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Um 100% starf er að ræða og við ráðningu í starfið er farið eftir jafnréttisstefnu Fjársýslunnar. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt1. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Löggiltur endurskoðandiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Uppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar