Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Lögfræðingur

Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá Sveitarfélaginu Árborg. Starfið heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs (bæjarritara).

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf lögfræðings sem felur í sér ráðgjöf þvert á öll svið í ört stækkandi sveitarfélagi

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðiráðgjöf þvert á svið og deildir sveitarfélagsins 

  • Yfirumsjón með persónuverndarmálum sveitarfélagsins  

  • Meðferð stjórnsýslumála 

  • Samninga- og skjalagerð  

  • Álitsgerðir og umsagnir 

  • Staðgengill bæjarritara, tilfallandi fundarritun og ráðgjöf varðandi fundarsköp 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði skilyrði 

  • Haldbær reynsla af lögfræðistörfum skilyrði, að lágmarki 2 ára starfsreynsla 

  • Þekking á stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum kostur 

  • Þekking á persónuverndarlöggjöf og barnaverndarlöggjöf kostur 

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

  • Geta til að beita lögfræðilegri aðferðafræði við að komast að niðurstöðu 

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og skipulagshæfileikar 

  • Geta til að vinna með ólíkum teymum og vinna að fjölbreyttum lagalegum viðfangsefnum 

  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku 

Auglýsing birt22. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar