Liska ehf.
Liska ehf.
Liska ehf.

Ljósvistarhönnuður

Hefur þú brennandi áhuga á lýsingu og hönnun? Við leitum að metnaðarfullum einstakling til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi lýsingarverkefnum.

Liska ehf. er margverðlaunað lýsingar- og raflagnahönnunar fyrirtæki með áratuga reynslu af
hönnun lýsingar- og rafkerfa, m.a. fyrir byggingar, svæði og gatnakerfi.

Við bjóðum áhugasömum að kynna sér heimasíðu fyrirtækisins á www.liska.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendast til [email protected] merkt starfinu sem sótt er um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lýsingarhönnun bygginga, rýma, opinna svæði og gatna
  • Hugmyndavinna
  • Samskipti við aðra hönnuði og verkkaupa
  • Kostnaðaráætlanagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af lýsingarhönnun
  • Menntun sem tengist lýsingarhönnun, arkitektúr, innanhúshönnun, verkfræði, skipulagsmálum eða öðru sem nýtist í starfi
  • Reynsla af Revit eða Autocad er kostur
  • Reynsla af notkun Dialux er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er skilyrði
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Metnaður og frumkvæði til að bæta við sig nýrri þekkingu
Fríðindi í starfi

Liska er fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem starfsfólk fær tækifæri til að þroskast í starfi. Liska flutti nýverið í nýtt húsnæði og býður upp á fyrirmyndar aðstöðu fyrir starfsólk. 

Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur28. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 15, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)