

Ljósmóðir - Heilsugæslan Garðabæ
Heilsugæslan Garðabæ leitar að ljósmóður sem er tilbúin að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni á spennandi vettvangi sem er í sífelldri þróun. Ef þú telur þig vera manneskjuna í starfið, hvetjum við þig eindregið til að senda inn umsókn.
Um er að ræða ótímabundið 40-70% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars eða eftir nánara samkomulagi.
Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum, sjúkraþjálfara og riturum.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Megin starfssvið ljósmóður er mæðravernd og leghálsskimanir ásamt ung- og smábarnavernd.
Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er m.a. að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi skilyrði
- Starfsleyfi sem ljósmóðir
- Reynsla af leghálsskimunum kostur
- Reynsla af vinnu á fæðingardeild og/eða meðgöngudeild kostur
- Reynsla sem ljósmóðir á heilsugæslustöð kostur
- Reynsla við að nota rafræna mæðraskrá
- Góð þekking/próf í brjóstagjafaráðgjöf
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Íslenska















