![Leikskólinn Akrar](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-347d807b-fdae-4ae3-8240-3f0b140682c1.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Akrar](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-c4ef2307-347b-4a88-8e7c-e31a5cee075f.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starf og/eða hlutastarfsmanni. Við leitum að drífandi starfsmanni í okkar frábæra teymi. Ef þú hefur gaman af starfi með börnum og allskonar fólki eru miklar líkur á að þú fallir vel inn í hópinn okkar. Starfsandi á Ökrum er góður og einkennist af jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi. Á Ökrum vinnum við eftir Uppeldi til ábyrgðar (uppbyggingastefnan). Uppeldi til ábyrgðar snýst að mestu um samskipti, ef samskipti eru góð og gefandi þá má byggja á þeim árangursríkt nám. Þetta er aðferð við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum.
Viltu vera með í okkar liði?
- Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
- Á Ökrum er vinnuskyldan í fullu starfi 36 stundir. Vikulegur vinnutími er 38 stundir og er tveimur klukkustundum safnað upp í frítöku vegna vetrar-, páska- og jólafría. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar.
- Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsfólks með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsfólk með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira.
- 0,25% stöðugildi vegna snemmtækra íhlutunar inn á hverri deild.
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud-fimmtud og 7:30-16:00 á föstudögum.
- Fimm skipulagsdagar á ári.
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið árskort í sundlaugar bæjarins, menningarkort í Hönnunarsafnið og bókasafnskort og eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk.
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Arnarskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/71512c11-f976-411d-b31c-cb785906a109.png?w=256&q=75&auto=format)
![Mennta- og barnamálaráðuneyti](https://alfredprod.imgix.net/logo/0e370cfc-a597-4d50-9bc1-1bdbd072a16c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Holt](https://alfredprod.imgix.net/logo/6ad76936-2786-43c9-b9b2-eda05a36021d.png?w=256&q=75&auto=format)
![Frístundamiðstöðin Miðberg](https://alfredprod.imgix.net/logo/a360368a-af2d-4876-9c58-8bd70dfbefeb.png?w=256&q=75&auto=format)
![Leikskólinn Blásalir](https://alfredprod.imgix.net/logo/8e193b41-c90b-4aa4-bf96-656c711006ef.png?w=256&q=75&auto=format)
![Helgafellsskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/ef13ffb9-2afa-43c7-9215-739e97075b2c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Kóraskóli](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-5ba8ae15-a303-4512-b321-64ceccc9ad4e.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/4c7cd6c3-5038-4744-b963-39bac8f37b6c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/4c7cd6c3-5038-4744-b963-39bac8f37b6c.png?w=256&q=75&auto=format)