Leikskólinn Hulduheimar
Leikskólinn Hulduheimar
Leikskólinn Hulduheimar

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi

Leikskólinn Hulduheimar auglýsir eftir leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa frá og með 7. ágúst 2025.

Leitað er að leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa sem hafa áhuga á að starfa í leikskóla þar sem fram fer faglegt leikskólastarf með áherslu á leik, samvinnu, traust og gleði.

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi barna og kennara. Áherslur Hulduheima eru á leik barna, félagslega færni, jákvæð og uppbyggjandi samskipti og hvetjandi námsumhverfi. Leiðarljós leikskólans eru: Virðing - Lýðræði - Samfélag.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna. 
  • Að fylgjast vel með velferð leikskólabarna og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
  • Leiðbeinir starfsfólki deildar hvað varðar kennslu barna með sérþarfir.
  • Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir börn sem þess þurfa, sér um að þeim sé fylgt eftir og endurmetur í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
  • Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og veitir þeim stuðning í starfi leikskólans.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra, sérkennslustjóra og skólaþjónustu Árborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf leikskólakennara/þroskaþjálfa
  • Reynsla í leikskólastarfi æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.  
  • Reynsla, hæfni og áhugi í starfi með börnum.  
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.  
  • Góð íslenskukunnátta æskileg. 
Fríðindi í starfi
  • Afsláttarkort Árborgar
  • Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur23. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Erlurimi 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar