

Leikskólakennari / leiðbeinandi í ungbarnaleikskóla
Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í ungbarnaleikskóla í Bríetartúni/Hallgerðargötu. Báðir Leikskólar eru í nýju húsnæði og er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Við leitum að leikskólakennara/ leiðbeinanda í teymið okkar sem hefur metnað og löngun til að skapa börnum ögrandi og hvetjandi námsumhverfi og vinna að áframhaldandi þróun leikskólastarfs með fjölbreyttum hópi barna og starfsfólks.
Einkunnarorð leikskólans eru: Umhyggja - gleði - vinátta
Störfin eru laus í ágúst eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- íslenska B2 skv. evrópska tungumálarammanum
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Menningarkort
- 36 stunda vinnuvika
- Lægri leikskólagjöld í Reykjavík fyrir starfsmenn
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
Auglýsing birt20. júní 2025
Umsóknarfrestur10. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Bríetartún 11, 105 Reykjavík
Hallgerðargata 11b
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vatnsendaskóli óskar eftir umsjónarkennara
Vatnsendaskóli

Vilt þú vinna í leikskóla?
Kópasteinn

Leiðbeinandi á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Leikskólakennari óskast
Framtíðarfólk ehf.

Laus staða íþróttakennara í Urðarhóli
Urðarhóll

Laus staða kennara í Urðarhóli
Urðarhóll

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Seljaskóla
Seljaskóli

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg

Viltu koma að kenna?
Hörðuvallaskóli

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland