Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð

Laus staða þroskaþjálfa á Hólmavík

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi óskast til starfa með nemendum og stoðþjónustu Grunnskólans á Hólmavík.

Lækjarbrekka á Hólmavík er samrekinn leik-, grunn- og tónskóli með um 40 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla. Í leikskóladeildinni eru tveir hópar, eldri og yngri. Áhersla er á samstarf milli leik- og grunnskóla og flæði starfsfólks og sameiginlega þátttöku í ýmsum verkefnum. Fylgt er uppeldisstefnu jákvæðs aga. Skólinn er grænfánaskóli og stefnir að því að vera heilsueflandi skóli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita nemendum með sérþarfir leiðsögn og stuðning
  • Halda utan um og stýra teymi einstakra nemenda í samráði við stjórnendur
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við sérkennara og fylgja þeim eftir
  • Mæta þörfum nemenda á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska
  • Veita faglega ráðgjöf til kennara og stuðningsaðila
  • Aðlaga og hanna námsumhverfi svo það henti fjölbreyttum nemendahópi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi
  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með sérþarfir
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Þekking á PEERS og TEACCH er kostur
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar