

Laus staða
Í skólanum eru um 67 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli sem leggur mikla áherslu á þjálfun í félagsfærni og verið er að innleiða Leiðsagnarnám. Stutt er í fjölbreytta náttúru og lögð er áhersla á útikennslu. Starfsmannahópurinn er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins.
Við höfum 20% stöðu en möguleiki er á hærri prósentu í samstarfi við annan skóla.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2025
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn H Theodórsdóttir, skólastjóri í síma 896-5343. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast kennslu samkvæmt markmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans
- Skipuleggur kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda hverju sinni
- Fylgist með námi, þroska og félagslegu gengi nemenda sinna.
- Hefur forgöngu um aðgerðir ef eitthvað bregður út af varðandi nám eða annað
- Sér um vitnisburð og skýrslugerð varðandi nemendur.
- Fylgist með skólasókn nemenda og skráir hana samkvæmt fyrirmælum
- Er í samstarfi við foreldra og skóla eftir því sem viðeigandi e
Menntunar og hæfniskröfur:
- Kennsluréttindi í grunnskóla
- Jákvæðni, lipurð og færni í samskipum og skipulagsfærni
- Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
- Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti






