

Lagerstarfsmaður í Tengi Kópavogi
Tengi leitar að öflugum starfsmanni á lager. Viðkomandi þarf að vera stundvís, reglusamur og góður að vinna í hóp.
Starfssvið
- Almenn lagerstörf
- Vörumóttaka og tiltekt pantana.
- Önnur tilheyrandi verkefni
Hæfniskröfur
- Nákvæmni og vandvirkni í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og góð skipulagshæfni.
- Lyftarapróf er kostur.
- Reynsla af lagerstörfum er kostur.
- Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri
- Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið
Um framtíðarstarf er að ræða.
Tengi er stofnað árið 1981 og sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hreinlætistækjum og pípulagningaefni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kópavogi en fyrirtækið er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Selfossi.
Hlutverk Tengis er að auðvelda viðskiptavinum val á gæðavörum á sviði hreinlætistækja og lagnaefnis sem studdar eru af framúrskarandi þjónustu. Tengi er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. Tengi er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo 2024












