

Læknir óskast til starfa hjá SÁÁ
Laus er til umsóknar staða læknis á sjúkrahúsinu Vogi. Sóst er eftir lækni með áhuga á meðferð og þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Helst er óskað eftir lækni í 100% starf en hlutastarf eða tímabundið starf kemur til greina. Starf hjá SÁÁ gefur einstakt tækifæri til að auka færni og læra nýja þekkingu til að sinna betur þeim fjölbreytta og fjölmenna hópi sem hefur fíknsjúkdóm. Slík reynsla nýtist öllum læknum í sínum klínísku störfum. Sjúkrahúsið Vogur er með rúm fyrir 40 sjúklinga þar sem veitt er inniliggjandi afeitrun, sálfélagsleg meðferð og undibúningur að endurhæfingu í teymisvinnu með öðru heilbrigðisstarfsfólki. Á göngudeild við sjúkrahúsið Vog er einnig veitt lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir um 400 manns, á sérhæfðri göngudeild með lyfjunum buprenorphine, buprenorphine/naloxone og Methadone, ýmist per os, sublingual eða með subcutan forðasprautum. Sálfélagsleg meðferð heldur áfram fyrir inniliggjandi á meðferðarstöðinni Vík í Kjalarnesi fyrir 60 manns í einu, og göngudeildir SÁÁ í Efstaleiti og á Akureyri, veita fjölbreytta meðferð og þjónustu.
Dagleg læknisþjónusta á sérhæfðu sjúkrahúsi fyrir fólk með fíknsjúkdóm, ásamt vaktþjónustu (gæsluvaktir) einnig fyrir aðrar starfsstöðvar. Innlagnir, greiningar og meðferð vegna fráhvarfa og annarra afleiðinga neyslu, þátttaka í sjúklingafræðslu og fræðslu fyrir fagfólk Þátttaka í teymisvinnu ásamt hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, riturum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og sálfræðingum.
- Sérfræðiréttindi úr flestum sérgreinum kemur til greina, s.s. geðlækningum, heimilislækningum og lyflækningum.
- Almennur læknir með lækningaleyfi án sérfræðimenntunar kemur einnig til greina
- Íslenskukunnátta og/eða mjög góð enskukunnátta er skilyrði
- Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð













