Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Kerfisstjóri

Sjúkratryggingar leita að öflugum kerfisstjóra til að annast rekstur, þróun og öryggi upplýsingakerfa stofnunarinnar. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér ábyrgð á stöðugum og öruggum rekstri tæknilegra innviða, hönnun og viðhaldi skýjaumhverfis, sem og þátttöku í uppbyggingu og innleiðingu ferla á sviði upplýsingaöryggis. Kerfisstjóri gegnir lykilhlutverki í að tryggja áreiðanleika, öryggi og framboð kerfa sem styðja við mikilvæga þjónustu við sjúkratryggða um allt land.

Kerfisstjórinn vinnur á sviði Stafrænnar þróunar og mun vinna náið með upplýsingatækniteymi stofnunarinnar og öðrum fagteymum að rekstri miðlara, vöktun öryggisviðburða og áframhaldandi þróun upplýsingakerfa. Starfið felur jafnframt í sér virkt samstarf um framþróun öryggismála, skjölun kerfa og innviða og þátttöku í stafrænum umbótum í síbreytilegu og kröfuhörðu rekstrarumhverfi.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Ef þú hefur áhuga á að vinna að öflugum og öruggum upplýsingakerfum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og styðja við mikilvægt opinbert hlutverk, þá hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur, uppsetning og viðhald miðlara og kerfainnviða 
  • Hönnun, uppbygging og rekstur skýjaumhverfis
  • Vöktun og greining öryggis- og rekstrarviðburða í vakt- og öryggiskerfum (s.s. Site24/7, SIEM og SOC)
  • Umsjón og rýni eldveggjareglna, aðgangsstýringa og öryggisstillinga
  • Virk þátttaka í framþróun og innleiðingu öryggismála og tæknilegra varna
  • Skjölun uppsetningar, breytinga og verklags tengdum kerfum og innviðum
  • Vinna við innleiðingu og viðhald ferla í tengslum við stjórnkerfi upplýsingaöryggis
  • Þátttaka í þróun og umbótum á upplýsingakerfum stofnunarinnar
  • Önnur verkefni sem tengjast rekstri og framþróun upplýsingatæknimála
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri tölvukerfa að minnsta kosti 3-5 ár
  • Þekking og reynsla af rekstri á stýrikerfum (s.s. Windows og Red Hat)
  • Þekking og reynsla af rekstri á Active Directory
  • Þekking og reynsla af rekstri á gagnagrunna (s.s. MS SQL og Oracle) kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri á vefþjóna nginx, Apache og/eða IIS
  • Reynsla af notkun vaktkerfa eins og Site24/7 eða sambærilegt
  • Þekking og reynsla af uppbyggingu netkerfa, eldveggja og útfærslu aðgangslista kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri skýjahýsinga Azure og/eða AWS
  • Góð færni í íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Frumkvæði, vandvirkni og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvætt viðmót
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.TölvuöryggiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar