Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Íþróttafræðingur - Geðheilsuteymi HH austur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir íþróttafræðingi við Geðheilsuteymi HH austur í 80% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH austur sem er til húsa að Stórhöfða 23 starfar þverfaglegur starfsmannahópur, hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, þroskaþjálfi, geðsjúkraliði, notendafulltrúi, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingar, iðjuþjálfi, og skrifstofustjóri. Teymið vinnur eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda. Starf við teymið er spennandi tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna í fjölbreyttu vinnuumhverfi þar sem góður starfsandi ríkir. Rík áhersla er lögð á þverfaglega vinnu og stuðning við alla fagaðila teymisins.

Nánari upplýsingar má finna inni á (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölbreytt meðferðarstarf með áherslu á, ráðgjöf, hreyfingu og lífsstíl
  • Meta þörf fyrir þjónustu og stuðning ásamt því að búa til einstaklingsmiðaða áætlun
  • Fylgja einstaklingum eftir í þjálfun á líkamsræktarstöð
  • Leiðbeina og þjálfa notendur í heilsueflandi lífsstíl
  • Umsjón, eftirfylgd og hvatning með einstaklingsmiðuðum áætlunum
  • Skipuleggja og helda heilsunámskeið fyrir notendur geðheilsuteymis
  • Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi teymis
  • Vinna í þverfaglegu teymi
  • Þátttaka í þróun og uppbyggingu heilsuráðgjafar í geðheilsuteymum
  • Samstarf við aðrar stofnanir, fyrirtæki, úrræði og samtök
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám í íþróttafræðum
  • Viðbótarnám í lýðheilsufræðum æskilegt
  • Hæfni til að vinna með einstaklinga og hópa
  • Hæfni til að vera með fræðslu fyrir hópa
  • Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu heilsuráðgjafar í geðheilsuteymi
  • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Faglegur metnaður, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnarmiðuð nálgun í starfi
  • Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Færni í mannlegum samskiptum 
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt17. október 2024
Umsóknarfrestur4. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 23, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar