Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd

Heilsugæslan Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í ung- og smábarnavernd. Um er að ræða 60-80% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við erum að leita að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Heilsugæslan Efra-Breiðholti leggur áherslu á þverfaglegt samstarf fagstétta og góða teymisvinnu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið er ung- og smábarnavernd innan heilsugæslu.

Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna. Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs. 

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi umönnun barnsins og eigin líðan. Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar.

Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum sjá um ung- og smábarnavernd. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur
  • Áhugi og reynsla af starfi með börnum
  • Þekking og áhugi á heilsueflingu og forvarnarstarfi
  • Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Reynsla og áhugi á teymisvinnu
  • Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraunberg 6, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar