
Skaftárhreppur
Skaftárhreppur er einn af landstærstu hreppum Íslands. Flestir búa í dreifbýli. Íbúar í Skaftárhreppi voru 625 1. janúar 2021. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður og ferðaþjónusta. Veðursæld er í Skaftárhreppi þar sem vetur eru mildir og sumur hlý. Margar náttúruperlur eru í hreppnum s.s. Landbrotshólarnir, Dverghamrar og Fjaðrárgljúfur. Hluti Skaftárhrepps er á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem eru Lakagígar, Eldgjá og Langisjór.
Nánari upplýsingar má finna á www.klaustur.is
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps
Skaftárhreppur auglýsir eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur faglega umsjón með tómstundastarfi í Skaftárhreppi í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Í Skaftárhreppi er góð aðstaða fyrir íþróttastarf og möguleiki á að móta skýra framtíðarsýn fyrir styrkingu á heilsueflingu fyrir alla aldurshópa.
Um er að ræða skemmtilegt tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun og skipulagning íþróttastarfs fyrir alla aldurshópa
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er starfsmaður stjórnar Ungmennafélagsins ÁS
- Þjálfun á íþróttaæfingum barna- og ungmenna sem og umsjón með hreyfingu eldri borgara
- Vinna með Ungmennaráði Skaftárhrepps
- Þátttaka á fundum Velferðarráðs Skaftárhrepps
- Vera tengiliður sveitarfélagsins við önnur félagasamstök í sveitarfélaginu
- Samstarf við stjórnendur grunnskóla og íþróttamannvirkja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða kennslu
- Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi
- Áhugi á íþrótta- og æskulýðsmálum og heilsueflingu íbúa
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
- Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og góð samskipta- og samstarfshæfni
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt22. maí 2025
Umsóknarfrestur9. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klausturvegur 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sóltún hjúkrunarheimili - starfsmaður í félagsstarf
Sóltún hjúkrunarheimili

Umsjónarmaður frístundar 75-100%
Kerhólsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Leikskólakennari í Kópahvol
Kópahvoll

Deildarstjóri óskast í Kópahvol
Kópahvoll

Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðvestursvæði
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðaustursvæði
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Íþróttakennari í Varmárskóla
Varmárskóli

Íþróttakennari óskast
Helgafellsskóli

Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær