Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga
Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga

Hópstjóri á neyðarvistun Stuðla

Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu hópstjóra á neyðarvistun Stuðla. Starfið heyrir undir deildarstjóra neyðarvistunar Stuðla. Um er að ræða 100% vaktavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á vaktstjórn á deildinni utan hefðbundins vinnutíma eða í fjarveru stjórnenda.  
  • Samhæfing verkefna á Stuðlum í fjarveru stjórnenda.
  • Umönnun og gæsla unglinga á deildinni. 
  • Einstaklingsbundinn stuðningur við unglinga í samvinnu við stjórnendur og fagaðila.
  • Samskipti við foreldra og samstarfsaðila.
  • Vinna eftir verklagsreglum Stuðla og stefnu stofnunarinnar.
  • Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking af meðferðarvinnu með unglingum.
  • Reynsla af öryggisgæslu og umönnun hættulegra einstaklinga er kostur.
  • Staðgóð þekking og/eða reynsla af notkun áhugahvetjandi samtals, ART og áfallamiðaðri nálgun er kostur.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli, önnur tungumálakunnátta er kostur.
  • Gild ökuréttindi.
  • Lögð er áhersla á persónulega eiginleika svo sem góða samskiptahæfni. Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Sveigjanleika, þjónustulund, getu til að vinna í teymi sem og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga.
Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fossaleynir 17, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar