Heilbrigðisgagnafræðingur - Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða heilbrigðisgagnafræðing til starfa, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall og vinnutími er umsemjanlegt.
Heilbrigðisgagnafræðingur meðhöndlar heilbrigðis- og persónuupplýsingar vistmanna hjúkrunarheimilisins. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga og gagna. Starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu.
Upplagt starf fyrir þá sem búa í Grafarvogi eða nágrenni og eru þreyttir á umferðinni 😊
- Meðhöndlun, skráning, úrvinnsla og vistun heilbrigðisgagna í rafræna sjúkraskrá
- Aðstoð við kerfisstjórnun
-
Próf í læknaritun/heilbrigðisgagnafræði úr viðurkenndum skóla og með starfsleyfi frá Landlækni
-
Góð tölvukunnátta
-
Reynsla í notkun Sögu og Heilsugáttar æskileg
-
Góð færni í Excel
-
Jákvætt viðmót, frumkvæði og góð samskiptahæfni
-
Góð íslensku kunnátta er skilyrði
-
Nemar í heilgbrigðisgagnafræði koma einnig til greina