Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Hefur þú áhuga á lausafjár- og fjármögnunaráhættu?

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða talnaglöggan og nákvæman sérfræðing til þess að sinna greiningu og eftirliti með lausafjár- og fjármögnunaráhættu aðila á fjármálamarkaði í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits, sem er annað af eftirlitssviðum bankans.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði auk þess að geta haft áhrif á hvernig eftirliti með aðilum á fjármálamarkaði er háttað.

Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining og eftirlit með lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Framkvæmd athugana á stýringum lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Framkvæmd og yfirferð á áhættumati í könnunar- og matsferli (SREP).
  • Þátttaka í vettvangsathugunum sem tengjast lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á lausafjár- og fjármögnunaráhættu.
  • Þátttaka í norrænu og alþjóðlegu samstarfi, m.a. hjá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA).
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaranám sem nýtist í starfi, s.s. fjármálaverkfræði, hagfræði eða viðskiptafræði. 
  • Viðeigandi þekking á innra eftirlitsumhverfi fjármálafyrirtækja og reynsla af störfum á fjármálamarkaði.
  • Rík greiningarhæfni er nauðsynleg.
  • Þekking á lausafjár- og fjármögnunaráhættu er kostur.
  • Þekking á evrópsku regluverki á fjármálamarkaði er kostur.
  • Þekking á Power BI er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
  • Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður til þess að ná árangri í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur19. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar