Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Grænn og vænn matráður óskast til starfa

Við leitum að jákvæðum og liprum matráði eða einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á hollri matargerð og umhverfisvernd til starfa í mötuneyti TR. Í starfinu felst að aðstoða matreiðslumeistara við matseld, sjá um salatbar, morgunmat, uppvask, vörumóttöku og önnur tilfallandi störf.

Um er að ræða 60% starf sem er unnið mánudag til fimmtudag og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Létt matseld fyrir starfsfólk með hollustu að leiðarljósi

  • Umsjón með morgunmat

  • Frágangur eftir matseld svo sem uppvask og létt þrif

  • Leysa af matreiðlsumeistara í fríum

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða menntun á sviði matargerðar og vinnu í mötuneyti

  • Brennandi áhugi á matreiðslu og hollri matargerð

  • Snyrtimennska, þolinmæði og jákvætt viðmót

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Íslenskukunnátta

  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

Auglýsing birt16. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar