

Getur þú mælt borðplötur?
Vegna margra verkefna óskum við eftir einstakling til að aðstoða okkur í máltökum á innréttingum fyrir borðplötur sem við framleiðlum í steinsmiðju okkar á Viðarhöfða.
Ekki er um fullt starf að ræða heldur samkomulagsatriði hve margar máltökur viðkomandi tæki að sér í hverri viku. Starfið býður þó upp á mikinn sveigjanleika, hægt er að vinna með ýmsar tímasetningar og jafnvel utan þessa hefðbundna vinnutíma t.d. seinni part og helgar hafi viðkomandi áhuga á þessu sem aukastarfi.
Hjá REIN höfum við þróað verkferla sem lúta að máltöku og framleiðslu og óskum þess að viðkomandi fylgi þeim ferlum. Við styðjumst í dag við Prodim Proliner í máltökum svo reynsla af slíku eða sambærilegu mælitæki kostur en ekki nauðsyn.
Hægt er að hafa samband fyrir frekari upplýsingar með tölvupóst til Steinars Þórs á netfangið [email protected]
Heimsækja viðskiptavini okkar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og mæla innréttingar sem við styðjumst við í framleiðslu á borðplötum í steinsmiðju okkar á Viðarhöfða.
Þekking sem nýtist í starfi er nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að hafa verkvit og geta sýnt fram á reynslu af vinnu þar sem mikillar nákvæmni er krafist eða við gerð framleiðsluteikninga af einhverri sort.
Íslenskukunnátta er nauðsynleg því mikilvægur hluti af starfinu er samskipti við viðskiptavini okkar á heimili þeirra til að tryggja allt sé á hreinu.
Sveigjanlegur vinnutími og hægt að sinna þessu samhliða öðru starfi.






