
Þykkvabæjar
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar var stofnuð 1981 af kartöflubændum í Þykkvabæ. Hafin var framleiðsla á forsoðnum kartöflum, sem þá var nýjung á Íslandi, ennfremur voru framleiddar franskar kartöflur.
Í gegnum árin hefur framleiðslan aukist og eflst og er kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar stöðugt að auka úrval sitt til að mæta væntingum á íslenskum matvælamarkaði.
Gæðaeftirlit - Þykkvabæjar
Vilt þú leiða gæðaeftirlit í verksmiðju Þykkvabæjar?
Þykkvabæjar ehf. leitar að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með gæðamálum í verksmiðju fyrirtækisins í Þykkvabæ.
Starfsmaður starfar náið með starfsfólki í verksmiðju og stjórnendum og gegnir lykilhlutverki í að þróa og viðhalda góðum starfsháttum í framleiðsluferlinu.
Starfsmaður mun hafa yfirumsjón með gæðamálum og gæðaeftirliti í framleiðslusölum verksmiðjunnar í Þykkvabæ.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd mælinga og efirlits skv. sýnatöku- og vöktunaráætlun.
- Fylgjast með og yfirfara skráningar tengdar framleiðslu, merkingum og rekjanleika.
- Tryggja að hreinlæti, þrif og meðferð matvæla séu í samræmi við verklagsreglur og góða starfshætti.
- Eftirlit með öryggi á vinnustað og þátttaka í öryggis- og umbótastarfi, í samstarfi við öryggisnefnd fyrirtækisins.
- Þróun, innleiðing og viðhald verkferla og verklýsinga.
- Þjálfun nýrra starfsmanna og fræðsla um gæðamál, hreinlæti og umgengisreglur.
- Umsjón með efnavörum og efnalager í verksmiðjunni.
- Bregðast við frávikum í framleiðslunni og vinna að úrbótum og forvörnum.
- Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast gæðum og öryggi matvæla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, t.d. í matvælafræði eða skyldum greinum, er æskileg.
- Reynsla úr matvælaframleiðslu, gæðastjórnun eða öryggismálum er kostur.
- Góð kunnátta í ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
- Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að miðla þekkingu til annarra.
- Mikill kostur ef einstaklingur er búsettur á Suðurlandi í nálægð við Þykkvabæ.
Auglýsing birt10. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þykkvabæjar ehf, 851 Hella
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHönnun ferlaInnleiðing ferlaMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaUmsýsla gæðakerfaVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar