Þykkvabæjar
Þykkvabæjar

Gæðaeftirlit - Þykkvabæjar

Vilt þú leiða gæðaeftirlit í verksmiðju Þykkvabæjar?

Þykkvabæjar ehf. leitar að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni til að hafa umsjón með gæðamálum í verksmiðju fyrirtækisins í Þykkvabæ.

Starfsmaður starfar náið með starfsfólki í verksmiðju og stjórnendum og gegnir lykilhlutverki í að þróa og viðhalda góðum starfsháttum í framleiðsluferlinu.

Starfsmaður mun hafa yfirumsjón með gæðamálum og gæðaeftirliti í framleiðslusölum verksmiðjunnar í Þykkvabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd mælinga og efirlits skv. sýnatöku- og vöktunaráætlun.
  • Fylgjast með og yfirfara skráningar tengdar framleiðslu, merkingum og rekjanleika.
  • Tryggja að hreinlæti, þrif og meðferð matvæla séu í samræmi við verklagsreglur og góða starfshætti.
  • Eftirlit með öryggi á vinnustað og þátttaka í öryggis- og umbótastarfi, í samstarfi við öryggisnefnd fyrirtækisins.
  • Þróun, innleiðing og viðhald verkferla og verklýsinga.
  • Þjálfun nýrra starfsmanna og fræðsla um gæðamál, hreinlæti og umgengisreglur.
  • Umsjón með efnavörum og efnalager í verksmiðjunni.
  • Bregðast við frávikum í framleiðslunni og vinna að úrbótum og forvörnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast gæðum og öryggi matvæla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, t.d. í matvælafræði eða skyldum greinum, er  æskileg.
  • Reynsla úr matvælaframleiðslu, gæðastjórnun eða öryggismálum er kostur.
  • Góð kunnátta í ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að miðla þekkingu til annarra.
  • Mikill kostur ef einstaklingur er búsettur á Suðurlandi í nálægð við Þykkvabæ.
Auglýsing birt10. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þykkvabæjar ehf, 851 Hella
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar