

Gæða- og öryggisstjóri
Viltu verða gæða- og öryggisstjóri hjá leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi?
Icelandia leitar að reyndum og metnaðarfullum einstaklingi sem brennur fyrir umbótum, öryggi og framúrskarandi þjónustu. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að tryggja velferð starfsfólks og viðskiptavina í gegnum öflugt gæðakerfi og markvissar öryggisaðgerðir.
Gæða og öryggisstjóri ber ábyrgð á þróun, viðhaldi og stöðugum umbótum á gæðakerfum félagsins og dótturfélaga sem tryggir velferð starfsfólks og viðskiptavina. Fyrirtækið er ISO 14001 vottað. Í starfinu felst að hafa yfirumsjón með rekstri gæðakerfisins, tryggja að það sé samofið daglegri starfsemi og að vinnulag sé í samræmi við hugmyndafræði og aðferðir gæðastjórnunar.
Starfið felur auk þess í sér eftirlit með atvikum, leiða fræðslu um öryggismál, tryggja að farið sé eftir viðeigandi lögum og reglugerðum sem leitt geta til breytinga á gæðakerfinu auk þess að viðhalda eigin fagþekkingu. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs.
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
-
Verkefni á sviði gæða-, öryggis- og umhverfismála.
-
Umsjón með gæðastjórnunarkerfi.
-
Ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd gæðavottana og innri úttekta.
-
Framkvæmd innri úttekta.
-
Tryggja hlítni, öryggi og gæði við stjórnun og innleiðingu breytinga í samræmi við ISO staðla og lög.
-
Ábyrgð á vöktun tilkynninga um atvik og umsjón með að þeim sé beint í réttan farveg.
-
Eftirfylgni með úrbótaáætlunum gæðamála.
-
Viðhald gæðaskjala, gæðaáætlunar og umbótastarf á sviði gæðamála.
-
Fræðsla, leiðsögn og aðstoð á sviði gæðamála.
-
Ýmis önnur verkefni tengd gæðamálum og umbótum.
-
Þekking og brennandi áhugi á gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfum (CCQ er kostur).
-
Þekking á ISO 14001 og/eða öðrum ISO stöðlum. Þekking á Vakanum er kostur.
-
Haldbær þekking og reynsla af skipulagningu umbótaverkefna og verkefnastjórnun.
-
Menntun sem nýtist í starfi.
-
Reynsla af ferðaþjónustu er kostur.
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og nákvæmni.
-
Ríkir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
-
Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti og gott vald á íslensku og ensku.
-
Mjög góð almenn tölvukunnátta
-
Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
-
Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.

