Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði eystra

Auglýst er eftir einstaklingi í 100% stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði eystra.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Starfsmaður er staðgengill sveitastjóra á Borgarfirði eystra og hefur einnig umsjón með daglegum rekstri skrifstofu Múlaþings á staðnum í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða og þ.m.t. verkefnum tengdum Borgarfjarðarhöfn. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.

Viðkomandi komi til starfa í ágúst nk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er staðgengill sveitarstjóra og sinnir daglegum rekstri sveitarfélagsins á Borgarfirði eystri.
  • Situr og undirbýr fundi með heimastjórn Borgarfjarðar eystri og sér um ritun fundargerða og kemur afgreiðslum í réttan farveg.
  • Eftirlit og umsjón með skipakomum, vöruflutningum og öðru því sem um höfnina fer og skráning þess. Stjórn á umferð skipa við höfnina og ákvörðun um legustað þeirra, færsla innan hafnar, skráning því viðkomandi og tilkynningar og varsla þeirra.
  • Að hafnarmannvirki uppfylli kröfur um öryggismál hafna og viðhald öryggisbúnaðar.
  • Staðfestir útgjöld hafnarinnar og tekur þátt í framkvæmd verndaráætlunar hafnarinnar skv. ISPS og Solar reglugerðum og tekur þátt í uppfærslu verndaráætlana, áhættumati og öðrum öryggisreglum hafnarinnar.
  • Veita íbúum og öðrum sem til skrifstofu Múlaþings á Borgarfirði eystri leita, faglega og góða þjónustu og kemur erindum í réttan farveg.
  • Símsvörun og upplýsingagjöf til íbúa á opnunartíma skrifstofu.
  • Umsjón með rekstri Fjarðarborgar.
  • Önnur verkefni sem sveitarstjóri felur viðkomandi. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi s.s. háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) og/eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla.
  • Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Gerð er krafa um þekkingu á sveitarstjórnarmálum.
  • Gerð er krafa um góða þekkingu á staðarháttum innan fyrrum Borgarfjarðarhrepps.
  • Góð tölvukunnátta æskileg.
  • Góð íslensku-og enskukunnátta og gott vald á að skrifa texta
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þekking á rekstri verkefna og gerð rekstraráætlana mikilvæg. 
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hreppsstofa , 720 Borgarfjörður (eystri)
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar