BAUHAUS slhf.
BAUHAUS er staðsett í 22.000 m2 vöruhúsi í Reykjavík og eru yfir 120.000 vörunúmer á vöruskrá.
BAUHAUS er byggingavöruverslanakeðja með yfir 300 verslanir víðsvegar um Evrópu og meira 20.000 starfsmenn. BAUHAUS er vaxandi fyrirtæki í verslun og þjónustu á Íslandi og leggur sig fram við að skapa gott umhverfi fyrir starfsfólk.
Hjá BAUHAUS á Íslandi starfa yfir 120 manns og er markmið þeirra að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval, faglega þekkingu og góða þjónustu.
Stoðir BAUHAUS eru mikið úrval, gæði og lágt verð.
Markmið BAUHAUS er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem öll njóta jafnra tækifæra í starfi. Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um laus störf eða senda okkur almenna umsókn, óháð kyni og bakgrunni.
Fulltrúi í tiltekt og pökkun pantana - fullt starf!
Ert þú jákvæður einstaklingur, temur þér öguð vinnubrögð og hefur gaman af því að starfa í teymi? Ef svo er, þá gætum við verið að leita að þér!
Vegna aukinna umsvifa leitum við af fulltrúum í tiltekt, pökkun og sendingar pantana. Um er að ræða fullt starf.
Teymi í tiltekt og pökkun pantana tilheyrir þjónustudeild verslunarinnar, sem leidd er af Þjónustustjóra. Hlutverk teymisins er að þjónusta viðskiptavini okkar með því að taka til pantanir, fylgja eftir pöntunum, leysa úr hvers kyns verkefnum í samvinnu við aðrar deildir, skrá sendingar, fylgja þeim eftir og tryggja gæði afhendinga.
Lágmarksaldur er 18. ára, lyftarapróf er kostur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt pantana
- Eftirfylgni með pöntunum
- Skráning sendinga
- Pökkun pantana og sendinga
- Afhending pantana þegar við á
- Tengiliður við flutningsaðila
- Eftirfylgni með sendingum
- Samstarf við aðrar deildir fyrirtækisins við úrlausn verkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjónustulund
- Hæfni í samskiptum
- Skipulagshæfileikar
- Öguð vinnubrögð
Auglýsing birt27. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lambhagavegur 2-4 2R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaLagerstörfMannleg samskiptiSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Starfsfólk í Selected Smáralind
Selected
Ísey Skyr Bar á Selfossi óskar eftir 50% stöðu tímabundið
Skyrland
Afgreiðsla í Kristjánsbakaríi á Akureyri
Kristjánsbakarí
Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice
Þjónustufulltrúi í vöruhús Áltaks
Áltak
Lyfja Lágmúla - Sala og þjónusta, vaktarúlla.
Lyfja
Verslunarstarf í Kringlunni
Penninn Eymundsson
Söluráðgjafar óskast í verslanir Rammagerðarinnar.
Rammagerðin
Barista - temporary
Penninn Eymundsson
Þjónustufulltrúi inn- og útflutnings
Frakt
Þjónusta í apóteki - Austurver (kvöldvaktir)
Apótekarinn
Tjónafulltrúi
TM