Náttúrufræðistofnun
Náttúrufræðistofnun

Fuglafræðingur

Náttúrufræðistofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til að taka þátt í spennandi verkefnum stofnunarinnar á sviði fuglafræði. Starfið felur í sér rannsóknir og greiningarvinnu í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunar.

Um fullt starf er að ræða en starfið er ekki tengt fastri starfsstöð og eru öll hvött til að sækja um óháð búsetu innanlands.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vöktun og rannsóknir á sviði fuglafræði og stofnvistfræði

  • Vinna við rannsóknir, úrvinnslu og samráð, með áherslu á gæsastofna

  • Úrvinnsla á gögnum um lýðfræði og útbreiðslu fuglastofna

  • Vettvangsvinna, m.a. fuglamerkingar með hefðbundnum merkjum og staðsetningabúnaði, talningar af myndum teknum til vöktunar stofna með drónum og flugvélum

  • Vinna við ráðgjafaverkefni

  • Ráðgjöf og fræðsla til sérfræðinga og almennings

  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi

  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldspróf á háskólastigi sem nýtist í starfi

  • Góð íslensku og ensku kunnátta í ræðu og riti

  • Haldgóð þekking á gerð stofnlíkana

  • Reynsla af rannsóknum á sviði fuglafræði

  • Þekking á fuglafánu landsins

  • Reynsla af vettvangsvinnu

  • Reynsla af vísindalegum skrifum

  • Lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og ríkur vilji til samstarfs innan og utan stofnunar

Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur21. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akureyri
Smiðjuvöllum 28
Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar