Handknattleiksfélag Kópavogs
Handknattleiksfélag Kópavogs

Framkvæmdastjóri HK

Handknattleiksfélag Kópavogs, HK, auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Við leitum að öflugum stjórnanda og leiðtoga til leiða starf félagsins, bæði starfsmenn og sjálfboðaliða. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins, fjármálum og mannvirkjum félagsins. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem reynir á leiðtogahæfileika framkvæmdastjóra. Þá ber framkvæmdastjóri ábyrgð á stefnumótun og framfylgd hennar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á allri starfsemi félagsins, mannauðsmálum, rekstri deilda og fjármál
  • Leiða tekjuöflun félagsins í samstarfi við deildarstjórnir og aðalstjórn
  • Stefnumótun, gerð rekstraráætlana og eftirfylgni með þeim
  • Innleiðing stefnu, eftirfylgni með henni og ákvörðunum aðalstjórnar
  • Markmiðasetning og eftirfylgni
  • Efla félagsandann og vinna að uppbyggingu félagsins
  • Leiða samskipti við deildarstjórnir og sjálfboðaliða félagsins
  • Samskipti við sérsambönd og opinbera aðila
  • Umsjón stjórnarfunda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi eða umfangsmikil reynsla af sambærilegu starfi
  • Mikil hæfni í samskiptum og sterk leiðtoga- og skipulagshæfni
  • Hefur góða innsýn í og reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum
  • Frumkvæði, áræðni og jákvætt viðhorf
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Reynsla og þekking á íþróttastarfsemi og rekstri innan íþróttahreyfingarinnar er stór kostur.
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur6. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kórinn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar