
Háskólafélag Suðurlands
Félagið er einkahlutafélag í eigu 14 sveitarfélaga á Suðurlandi auk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS og nær það því allt frá Selvogi í vestri austur í Lón.
Háskólafélagið er helsti samstarfsaðili háskóla, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, almennings og ríkisins á sviði menntamála og nýsköpunar á Suðurlandi.
Háskólafélagið hefur frumkvæði að því að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að færa menntun, rannsóknir og nýsköpun nær Sunnlendingum, í samstarfi við samfélagið.

FRAMKVÆMDASTJÓRI
Háskólafélag Suðurlands ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra metnaðarfullu starfi félagsins, í samræmi við framtíðarsýn, gildi og verkefnastefnu þess. Í boði er krefjandi og um leið gefandi starf og tækifæri til að byggja upp þekkingarsamfélag, efla aðgengi að háskólanámi á Suðurlandi og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi landshlutans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur félagsins, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
- Afla og vinna að verkefnum sem falla að stefnu félagsins í samvinnu við stjórn og starfsfólk
- Samstarf við eigendur félagsins, helstu hagsmunaaðila og stjórnvöld
- Kynningar og markaðsmál í samvinnu við starfsfólk og stjórn
- Vera leiðandi í teymisvinnu verkefna ásamt starfsfólki félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Rík leiðtogahæfni
- Haldbær reynsla af rekstri og stjórnun
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og lausnamiðað verklag
- Frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Reynsla af kynningar- og markaðsmálum í fjölbreyttum miðlum
- Víðtæk þekking og tengsl við atvinnulíf og menntamál Suðurlands æskileg
- Reynsla af alþjóðlegum verkefnum æskileg
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur23. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tryggvagata 13, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugmyndaauðgiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiSkipulagVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar